top of page

Hvannadalshnúkur(2110m)

Hæsta fjall landsins

benjamin-hardman-fineart-benjamin-hardma

Að ganga á Hvannadalshnúk er mjög gefandi lífsreynsla og algjörlega erfiðisins virði. Útsýnið af þessu hæsta fjalli landsins er stórbrotið og finnst hvergi annars staðar en á suðausturhorninu.

Gengið er á fjallið frá Sandfelli í Öræfum, 15 mín austur af Skaftafelli og er það tæklað á einum degi. Þetta er löng dagsferð en ekki tæknilega erfið, það eina sem göngugarpar þurfa að uppfylla er að vera rétt útbúin og í góðu gönguformi. Allur jöklabúnaður er innifalinn í verði.



Lengd: 25km í heildina, 12-15 klst.

Hækkun: 2000m

Besti tíminn: Maí og júní

Aldurstakmark: 16 ára

Erfiðleikastig: 5 af 5

Verð: Fer eftir stærð hóps. Hafið samband.

Hvað er innifalið:

Fjallaleiðsögn
Jöklabúnaður: lína, broddar, ísexi, belti.

 

Þið þurfið að skaffa:

Gönguskó
Útivistarfatnað
Nesti fyrir daginn

Gott er að gera ráð fyrir auka degi/dögum ef veðurspá er slæm.

Við reynum eftir fremsta megni að velja besta veðrið á toppadegi.

bottom of page